Óskiljanlega Ísland - nokkur brot úr íslenskum veruleika

Ástæða þessarrar bloggfærslu eru tvær fyrirsagnir í DV.is Sú fyrri hljóðar svona: Meintur braskari keypti lúxusjeppa. Sú seinni: Olís tók gullhring eldri konu í pant! Þessar tvær fyrirsagnir og fréttirnar þeim tengdar segja allt sem segja þarf um íslenskan veruleika dagsins í dag.

Þessi frétt: Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað þar sem fram kemur að stjórnum bankanna bíði þungir fangelsisdómar. Þessi brot eru sem sandkorn við hlið athafna íslensku bankanna. Hvað er verið að gera hér? Bíða eftir einhverri yfirklórskattaþvottarskýrslu sem enginn mun gera neitt með eða taka alvarlega. Hvers vegna? Jú það hefur ekkert breyst innan banka- og embættismannakerfanna nema tilfæringar.

„Í okkar tilviki jafngildir þetta því, að þeir, sem taka stöðu gegn krónunni og ná því að knýja fram lækkun á gengi hennar láti greipar sópa um vasa almennings á Íslandi.“ Þetta er úr grein eftir Styrmi Gunnarsson þar sem hann fer yfir stöðutöku bankanna gagnvart krónunni og forsendubresti samninga vegna þessa. Af hverju er ekki tekið á þessu máli?

Hér er blogg Huldu Haraldsdóttur:  Ég á vart orð til lýsa fyrirlitningu minni og viðbjóði á eiganda/eigendum  húseignarinnar að Hverfisgötu 28 sem brann í byrjun þessa árs....

Eigandi hússins er Festar ehf sem er í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameistara og var fyrrgreint hús aðeins eitt af mörgum í hans eigu. Aðrar fasteignir í hans eigu eru t.d.  Laugarvegur 17, 18, 19, 19b, 20, og 21. Hverfisgötu 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 32a, 32b, 33, og 34, Klapparstíg 28, 29, og 30, Smiðjustíg 4, 4a, 5, og 6,  Eins er tenging á milli Byggingafélagsins Strýtusels og Festa og bætast þá við húseignirnar að Laugarvegi 23, og 27a, og 40, Síðan er það Hverfisgata 40(lóðin), 42, og 44, Klappastíg 29 og 31.t.d.

Spurningarnar við þetta eru fjölmargar ma: Af hverju hafa 3 af þessum húsum brunnið og eru Björgúlfsfeðgar ekki raunverulegu eigendurnir? Af hverju er engin umfjöllun eða rannsókn?

 Hér er svo dæmi um réttlætisgleraugu dómara landsins: Réttlæti dómarans Og hér er tvær gleðipillur: Nýja Íslandi stjórnað af kúlulánaþegum Bónuskerfi Vinstri grænna gegn afskriftum skulda í bönkum

„Það eru varla nokkur takmörk fyrir því hve skilanefndir bankanna, eða hinar nýju bankastjórnir, geta verið hrokafullar og fjarlægar þörfum nýja Íslands. Þeir sem í þeim eru voru áður flestir starfandi í bönkununm og margir voru á kafi í spillingarmálum, kúlulánum eða lánum án vaxta eða þiggjendur fjár með kjörum, sem aðrir höfðu ekki aðgang að.“  Jónas Bjarnason öll greinin.

Jóhanna, eldgos og rústabjörgun Þetta er skyldulesning!

Svona er ísland í dag. Og ríkisstjórnin hefur ákveðið að RANNSAKA SKULDIR HEIMILANNA! OG TAKA TIL ÞESS 1-2 ÁR. JAFNVEL 3! Þrátt fyrir dóm um ólögmæti lána í erlendri mynt láta fjármögnunarfyrirtækin eins og ekkert sé og komast upp með það. Vertíð í vörslusviptingum bíla stendur nú sem hæst og félagsmálaráðherra er að reyna semja við þau. Um hvað? Jú að þau gefi litla putta eftir. Annað ekki.

Þetta eru bara nokkur brot úr íslenskum veruleika. Er furða að að manni sæki hrollur.

Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa:  Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega,  Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Yndislegt eins og sumar myndu orða það.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.3.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband