18.3.2010 | 11:46
Það fæddist lítil mús!
Ríkisstjórnin hefur nú reist viðbyggingu við gjaldborgina sem hún reisti íslenskum SKULDURUM. Viðbygging þessi er skjólmeiri enda gerð úr loðnari loforðum en þekkst hefur. Samkvæmt upptalningu þessarar norrænu vitrænu velferðarstjórnar ætti enginn að verða úti amk. ekki yfir sumarmánuðina.
Viðbrögðin við þessari rústabjörgunaraðgerð 17 mánuðum of seint hafa ekki látið á sér standa. Og fyrir utan örfáa flokksbundnar hópsálir eru á einn veg. Hér eru nokkur sýnishorn úr athugasemdum við þessa frétt á Eyjunni:
Var haldin fréttamannafundur fyrir þetta ? þvílík sóun á tíma.
Eigum við sem sagt að vera voða voða þakklát fyrir að okkur er gert kleyft að borga lánin sem stökkbreyttust. Ef við ekki borgum er að sjálfsögðu erfiðara að fella niður skuldir auðróna.
En ég fæ ekki séð í fljótu bragði að það sé neitt í þessu sem bætir stöðu fólks í samningum við bankana. Kemur einhver auga á eitthvað annað
Það fæddist lítil mús
Ha? Þetta bætir ekkert, nema kannski að maður fær að búa í húsnæðinu sínu í tólf mánuði eftir gjaldþrot.
Krókur á móti bragði: Viðkomandi hættir að borga og safnar lánunum í vasann. Tekur, segjum 6 mánuði að koma honum í þrot. Þá fær hann að búa í 12 mánuði - auðvitað án greiðslu Þá er viðkomandi búin að safna pening í 18 mánuði.
Sem sagt - eina sem verður gert er að gera okkur kleyft að borga þessa svívirðu?
Kemur ekki til mála og þvílík smjörklípa - ekki boðlegt.
Heyr heyr !!!!!!!!!! Hér er engin sanngirni á ferð. Skuldaðu milljarð og þá færðu skuldafellingu - skuldaðu milljón og þér verður veitt ölmusa svo tryggt sé að þú borgir. Fyrr skal ég láta bera mig út en að borga þessi rán
Þetta eru aumasta tilefni fréttamannafundar sem ég hef nokkru sinni séð.
Hættum að borga!
Þetta eru nú óttalega veiklulega aðgerðir VÆGT til orða tekið. Einn einu sinni er komið með ca svona ca hinsegin lausn sem gerir það að verkum að enginn fær neitt.
Hversu lengi ætlar þjóðin að láta bjóða sér svona framkomu?
Allt gert, annað en fella niður þá hækkun sem hefur orðið á verðtryggðum lánum fólks!!! Bara aðlögun til að borga LENGUR!!!
ÞETTA HEITIR Á ÍSLENSKU VALDNÍÐSLA GAGNVART ALMENNINGI!
Svei ykkur sem kennið ykkur við velferð!
Hægt væri að hafa þessa upptalningu lengri því af nógu er að taka. En ríkisstjórnin vonar að viðbyggingin dugi til að sannfæra kjósendur um að næstu sveitastjórnir landsins eigi að vera skipaðar norrænum vitrænum flokksfélögum sínum. Það sem hún er ekki að ná er að þjóðin er komin með upp í kok á dellunni sem henni er boðið upp á. Smjörklípur eru bara ekki að gera sig lengur.
Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa: Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega, Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar
Nauðungarsölu frestað á 552 íbúðum um allt land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
"Viðbyggingin" er hripleka líka!
Auðun Gíslason, 18.3.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.