16.3.2010 | 11:37
Aukning sjálfsvíga og örvæntingar.
Fyrir nokkrum vikum síðan var mér sagt að minnst 26 manns hefðu tekið eigið líf frá áramótum í kjölfar atvinnumissis, uppboða og gjaldþrota. Ég hef enga leið til að sannreyna þessa frásögn enda er þessu haldið frá fólki eins og öðru sem ekki hentar elítunni.
Samt má ætla að fullur þungi áhrifa hrunsins eigi enn eftir að koma fram með enn ömurlegri afleiðingum. Nýjasta útspil félagsmálaráðherralufsunnar er snuð ætlað til vinsældaaukningar og athyglisvert að það komi ekki fram fyrr en eftir að lánasamningar fjármögnunarfyrirtækjanna reyndust ekki standast lög.
Sennilega boðar hann bætta réttarstöðu skuldara húsnæðis eftir að mannréttindadómstóllinn dæmir meðferð bankanna á skuldurum ólöglegar.
Hvet alla til að lesa þessa grein: Bónusar til bankamanna árið 2013??
og skrá sig hér. Þingmenn samþykkið lyklafrumvarpið!
![]() |
Hrina uppboða á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er nógu reið fyrir. En ég segi bara burt með þetta lið strax. Og ekkert annað en utanþingsstjórn. Þetta gengur ekki lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.