Færsluflokkur: Heilbrigðismál
20.5.2009 | 19:30
Ef að það vantaði 5% af mér myndi ég telja það meira en skrámu....
Þegar Ida dúkkaði aftur upp, 47 milljónum ára seinna, var varla skrámu að sjá á henni. Steingervingurinn er sá langheillegasti sem nokkru sinni hefur fundist af forfeðrum okkar, en 95 prósent af beinum Idu eru á sínum stað.
Kannski er þetta eðlileg fréttamennska í þjóðfélagi þar sem settir eru plástrar á svöðusár. Og rætt á Alþingi um sölu léttvíns í verslunum meðan Róm brennur. En ég fer ekki ofan af því að ef það vantaði 5% af mér myndi ég halda því fram að það væri meira enn skráma. Kannski er ég bara svona mikil kveif.
Týndi hlekkurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2009 | 17:07
Velferðin varin??????????
Í fréttatilkynningunni sem forsætisráðherra sendir frá sér segir ma. þetta um skuldastöðu heimilanna:
Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að verja heimilin í landinu og velferðina sömuleiðis. Það
verður gert með því að fylgjast grannt með skuldastöðu almennings og grípa til ráðstafana
eftir því sem við á. Dettur einhverjum í hug að það að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið sé góð aðferðarfræði?
Annars er fréttatilkynningin í heild sinni stjórnmálafrasafroða uppfull af: Skapa þarf forsendur, vinna markvisst að því, hefja mótun, blása til sóknar, leitast við að verja velferðarkerfið, Unnið verður að þjóðarsamstöðu um stöðugleikasáttmála osvfrv.
Nýja ríkisstjórnin fer af stað með það að leiðarljósi að vera sammála um að vera ósammála um ESB sem annar flokkanna heldur samt fram að sé eina leiðin fyrir okkur út úr erfiðleikunum. Hún er líka sammála um að bregðast við EFTIR að heimilin eru farin í þrot. Hún er líka sammála um að stofna sérstakt félag um öll fyrirtækin sem hún kemur til með að eignast vegna vaxtastefnu sinnar. Hún er líka sammála um að það sé gott að vera í ríkisstjórn. Í þetta tóku flokkarnir sér tvær vikur til að koma sér saman um. Á maður ekki bara að segja hrærðri röddu: Guð blessi íslensku þjóðina!
Óbreytt stjórnskipan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)