Færsluflokkur: Mannréttindi
18.8.2009 | 16:41
Hryðjuverk banka og ríkisstjórnar
Það er nú gott að heyra að einhver í stjórnarflokkunum sé farinn að skilja að fólk hafi ekki áhuga á að eyða peningunum sínum í hít sem stækkar kannski um tvær milljónir við hverja eina sem það borgar og eignamyndunin verður neikvæðari með hverri greiðslu.
Það þarf ekkert stærðfræðiséní til að skilja þetta þó þetta sé ofar skilningi félagsmálaráðherrafígúrunnar.
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að launin þín eru í annarri mynt en þú greiðir svo af lánunum þínum með. Þau eru í verðtryggðri mynt en launin í óverðtryggðri. Þetta ógnaróréttlæti er búið að viðgangast hér um áratugi en í 20% verðbólgu með gríðarlegum hækkunum á nauðsynjum og aukinni skattheimtu kemur að því að fólk fái nóg.
Það er heimskulegt að halda tapaðri baráttu áfram. Greiðsluúrræðin sem Kaupþing eru td. að bjóða eru með því heimskulegasta sem hefur verið á borð borið fyrir almenning. En ekki fyrir bankann.
Kaupþing bíður þér greiðsluúrræði á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Fyrir honum vakir bara eitt. Ef hann getur fengið þig til að þrjóskast við að borga þangað til að fasteignamarkaður og atvinnulíf hafa tekið við sér (þeir miða við 3 ár). Og þú færð að vita þá hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann.