Mbl.is tekur upp ritskoðun eða hvað?

Tvær greinar á mbl.is þar sem fjallað er um „að tveir menn gengu um meðal mótmælenda og ógnuðu þeim eins og sést í myndskeiði Mbl sjónvarps“ eru núna þannig að ekki er hægt að blogga um fréttirnar og athugasemdir sem var búið að senda eru horfnar út. Skyldi þetta eitthvað hafa með það að gera að annar mannanna Ólafur Klemensson er hagfræðingur í Seðlabankanum. Samstarfsmaður Davíðs og sjálfstæðismaður?

Kom einhver skipun að ofan um tölvubilun á þessar tvær greinar eða notaði bróðir Ólafs sem var með honum þarna og er svæfingalæknir, meðölin sín á blaðamenn? Allavega er hægt aðblogga inn á allar aðrar fréttir mbl.is.

Hér er tenging inn á horfnu athugasemdirnar:

Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar… og komnar aftur inn

Innlent | mbl.is | 2.1.2009 | 20:35 Taldi sér ógnað

Innlent | mbl.is | 2.1.2009 | 16:44 Mótmælendum ógnað á gamlársdag

Þó að það sé svo allt annað mál þá er augljóst að það þarf kosningar í vor. En það er ekki ástæða þess að ég tengi þetta við þessa frétt.

Spurning hvort það sé ekki þörf á útskýringum frá mbl.is?


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég er búinn að senda fyrirspurn á mbl.is um málið, það verður spennandi að sjá hverju þeir svara, ef þeir svara þá.

FLÓTTAMAÐURINN, 3.1.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Já þetta er alvarlegt ef blogg hverfa svona.

Vilhjálmur Árnason, 3.1.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Endilega láttu mig vita ef þeir svara einhverju!

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Cartman

Maður hefur ekki tekið eftir hvað þetta blað er spillt, fyrr en núna. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið með moggann í vasanum.

Ég er allavega búinn að missa allt traust á þessu blað. Þegar bloggað er illa um sjálfstæðismenn, þá er það tekið út.

Cartman, 3.1.2009 kl. 12:57

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er bara eins og á Dagblaðinu þeir sem hafa hagsmuni og ráða ferðinni þeir passa sýna. hefur Morgunblaðið ekki talið sig frjálst og óháð stjórnmálaflokkum hér sjáum við það.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er mjög gróf þöggun svo ekki sé meira sagt og minnir á DV málið.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ég bloggaði nú við aðra af þesum umræddu fréttum í morgun og varð ekki vör við neina ritskoðun -frekar en endranær.

En takk fyrir kattasöguna, þó að hún væri skelfileg, Ævar Rafn.   Finnst vænt um að þú skulir ekki gleyma þínum fjórfættu vinum  -sem eiga þig...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 14:06

8 identicon

Ritskoðunin er í aðra áttina - það hurfu allar tilvísanir í þá sem hafa tjáð sig frá fréttasíðunum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:12

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hildur sú tenging er horfin í fréttinni.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 14:16

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

En það gerði ég nú einmitt.   Nú fæ ég netta aðsóknarkennd.   Best að athuga...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 14:18

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Búin að athuga Hildur?

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 14:28

12 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Mér var að berast svar frá mbl.is:

Sæll Halldór
Ástæðan fyrir því að lokað var fyrir bloggið á þessar fréttir er sú að þar var að finna orðbragð sem ekki þótti viðeigandi á blog.is
kveðja
Guðrún

FLÓTTAMAÐURINN, 3.1.2009 kl. 16:13

13 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Mbl hefur alltaf valið um hvað er fjallað.  Þegar umræðan um Kárahnjúka var sem heitust má segja að engin umfjöllun hafi verið um málið.  Enda eldheitt mál, hvort sem fólk var fylgjandi eða á móti framkvæmdum. 

Anna Svavarsdóttir, 3.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.