Draumurinn um Ísland

Kćru kjósendaflón,

 

af Kögunarhóli glćstrar fortíđar flokka okkar horfum viđ yfir ţessa fallegu hjörđ af sauđfé sem lýtur til okkar til forystu í nánustu framtíđ.

 

Viđ ykkur viljum viđ segja ađ viđ skorumst ekki undan ţví erfiđa verkefni ađ  endurreisa gamla klíkuveldiđ okkar eftir ađ rannsóknarskýrsla Alţingis „flćktist“ tímabundiđ fyrir okkur.

 

Viđ munum Vafningslaust lćkka skatta á alla landsmenn ađra en aumingjana hans Ţráins og mest á vini okkar sem borguđu kosningabaráttu okkar.

 

Viđ munum halda í heiđri hina fornu helmingaskiptareglu okkar ţar sem annar hver embćttismađur međ eitthvađ vćgi er valinn af hinum flokknum.

 

Hćkjuflokkurinn í sambandinu viđurkennir ţörf hins fyrir ađ eiga fleiri dómara á efri stigi og nauđsyn ţess ađ sem flestirćttingjar, vinir og briddsfélagar yfirmanns morgunbađsins séu ţar á launaskrá.

 

Á móti kemur ađ hćkjuflokkurinn má ráđa fyrrum kosningastjóra í alls konar fallega orđuđ einskisnýt embćtti sem greiđslu fyrir fórnfýsi í starfi.

 

Ţó ţau embćtti séu vita getu- og gagnslaus skuldbindur FLokkurinn sig til ađ tala fallega um ţessa starfssemi og láta sem hún sé gagnleg.

 

Viđ heitum ţví ađ yfirbjóđa hvern annan í kosningaloforđum eftir ţví hvernig vindar blása án samráđs um ásćttanlegan fórnarkostnađ en leysa ţađ međ kosningaloforđasvikum eftir kosningar.

 

Viđ erum sammála um ađ ţegar öllu sé á botninn hvolft skipti traust efnahagsstjórn mestu máli.

 

Millistéttaraulinn sem tók mark á okkur, hélt ađ ţjónustufulltrúinn sinn í bankanum vćri edrú og verđbólgumarkmiđ Seđlabankans vćru ekki byggđ á Norđur-Kóreskri hagfrćđi getur sjálfum sér um kennt.

 

Efnahagsstjórn okkar var örugg og traust skv. greiningardeildum bankanna.

 

Í góđmennsku okkar ćtlum viđ ađ leyfa ţessum aula ađ taka út allan sinn lífssparnađ til ađ borga inn á stökkbreyttu húsnćđislánahýtina án ţess ađ skattleggja hann sérstaklega.

 

Viđ heitum ţví líka ađ ţegar viđ komumst aftur til okkar réttborinna valda verđur allt gott aftur.

Fyrir okkur.

 

Viđ heitum ţví ađ virkja allar helvítis drullusprćnur sem geta snúiđ hverfli og selja rafmagniđ undir kostnađarverđi til margdćmdra umhverfissóđa og koma ţannig ferköntuđum hjólum atvinnulífsins aftur á hökt.

 

Viđ heitum ţví ađ stoppa geđveikina viđ ađ 25 misţóknanlegir einstaklingar krukki í ţá stjórnarskrá sem hefur ţjónađ spillingu okkar og sérhagsmunum svona dyggilega í gegnum tíđina.

 

Viđ heitum ţví ađ óveiddi og ófćddi fiskurinn í sjónum geti áfram veriđ grundvöllurinn af ţví ađ útgerđarmađur geti keypt sér pizzastađ, bílaumbođ og ţyrlu.

 

Viđ skiljum fullkomlega ţann hluta endurreisnar Orkuveitu Reykjavíkur ţar sem kćr vinur okkar Finnur Ingólfsson var fenginn til ađ kaupa hitaveitumćla landsmanna á 260 milljónir og fái nćstu áratugina 200 milljónir í leigutekjur frá landsmönnum á hverju ári.

Ţetta er nauđsynlegur partur af fjárhagslegri endurreisn landsmanna. Ţe. sumra.

 

Viđ höfum skilning á ţví ađ fé án hirđis sé hirđulaust. Ţar af leiđandi fögnum viđ ađkomu Íslandsvinarins Finns Ingólfssonar og annarra mćtra Framsóknarmanna ađ ţví ađ hirđa ţá tugi milljarđa sem Samvinnutryggingar eđa Gift ćtlađi á ábyrgđarlausan hátt ađ endurgreiđa fyrrverandi tryggingartökum sínum.

 

Viđ viljum ađ Ţingvellir verđi áfram sérstakt útivistar- og hvíldarsvćđi fyrir fyrrum foringja og útrásarpakkiđ okkar og Ţingvallarnefnd skipuđ uppţornuđum og atvinnulausum flokkshćkjum.

 

Viđ höldum fast í ţá farsćlu stefnu ađ vanhćfni sé dyggđ og munum áfram ráđa td. dýralćkni sem fjármálaráđherra, fallna ráđherra sem Seđlabankastjóra, vini okkar sem ráđuneytisstjóra osvfrv.

 

Fólk međ rétt tengsl á ekki ađ líđa fyrir ađ fólk međ rétta menntun sćki um frátekin störf.

 

Viđ heitum ţví ađ standa vörđ um bankaleyndina, yfirstéttina, fákeppnina, efnahagsóstjórnina, getuleysiđ og spillinguna sem hefur sett okkur Íslendinga á ţann stall ađ geta rekiđ okkar eigin mynt án trúverđugleika eđa viđurkenningar í alţjóđaviđskiptum.

 

Kćru bjánar,

 

viđ deilum kjörum ykkar og líđan í daglegu lífi og erum best fallnir til ađ beina Íslandi aftur á réttu brautina.

 

Međ okkur viđ stjórnvölinn verđur allt gott aftur.

 

Međ vinsemd og virđingu:

 

Silfurskeiđabandalagiđ.

 

(Ţarna vaknađi ég og fattađi ađ ţetta var bara slćm martröđ).

 

469641_545440848807271_1285483669_o

 


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

En er ţetta bara draumur?  er ţetta ekki einmitt ađ ganga eftir?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.4.2013 kl. 14:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband