Frelsi eða helsi?

heimureggÞað vilja alllir láta sér líða vel en að gera það á kostnað morgundagsins skapar timburmenn. Íslenska leiðin er að bíta þar sem jaxlinn var, taka höfuðverkjatöflu og vinna yfirvinnu. Já og gleyma ekki að spila í Lottó. Er enginn að verða þreyttur á þessu bulli? Er bara ástæða til að gíra niður þegar bíllinn þinn er við að keyra aftan á næsta bíl á yfirfullum götum löngu sprungins gatnakerfisins? Vill enginn fara gír neðar í neyslukapphlaupinu?

Eigum við að hafa misvitra pólitíkusa með ráðgjöfum sínum í fermingarfötunum ásamt tölvutöffurum frjálshyggjufjármagnsins undir stýri þjóðarskútunnar?

Ómálefnaleg og oft á tíðum skynsemislaus umræða þar sem niðurstaða fæst með því hver átti flottasta sjóvið gegnsýrir ýmiss háalvarleg mál sem eru að skipta þjóðfélaginu okkar í tvennt.

Það virðist vera orðin lenska að ef hrokinn og fyrirlitningin í garð andstæðra raka séu sem mest hafir þú vinninginn. Það spyr enginn lengur hvað hjartað segir. Hvað er réttlæti og hver er tilfinningin fyrir betra mannlífi?

Er það réttlæti fyrir þá sem ekki eiga óveiddan fisk inná bankabók að aðrir eigi tugmilljónir í þorskhausum sem þeir hafa hvorki séð né viti hvort séu til.

Er það réttlæti gagnvart afkomendum okkar að eyða náttúruperlum fyrir hugarfóstur skammsýnna manna?

. Er það réttlæti að byggðalög leggist í auðn hvert af öðru af því að allur fiskkvóti er í höndunum á fjárfestingaraðilum? Ekki finnst fólkinu það sem horfir á börnin sín mennta sig og flytja í borgina vegna þess að heima er ekki lengur hægt að vera.

Er það réttlæti að reykvísk börn þekkja muninn á Segamega og Nintendo í smáatriðum en halda að kúin þarna sé þarna stærra dýrið þarna en beljan sko, öh! Börn sem eru í geymslu frá fæðingu gegn um leikskóla, forskóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla og koma út í umheiminn með gráðu í einhverju en mamma þvær enn þvottinn.

Segjum að ég hafi rangt fyrir mér, en er ekki íslenski veruleikinn að verða harðari, hraðari, ómanneskjulegri og meiri fjármagnstengdur. Hvers vegna er það ekki yfirlýst stefna íslendinga alveg eins og það að vilja ekki hafa her að náttúra okkar og land hafi forgang yfir atvinnuskyndilausnir?

Ein hallærislegasta setning sem ríksisstjórnin hefur sent frá sér kveður á um það að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Þessi sama eign er inn á efnahagsreikningum fyrirtækja og einstaklinga en hvorki ég né þú megum draga ýsur.

Ísland er bananalýðveldi fjármagns- og alþjóðasleikjuháttar. Þann stimpil höfum við ein áunnið okkur.

Meðan heimóttarlegur torfbæjarhugsunarháttur leigulýðs með Visakort og tilboðsmöguleika ræður ríkjum verðum við aldrei neitt annað en það sem við verðskuldum.

Aukaleikarar í spagettivestra.

 Þessi grein er 5 ára gömul en ég ákvað að láta hana vaða hér.

 

 Að lokum vil ég mælast til þess að Framsóknarflokkurinn verði lagður til hinstu hvílu. Það er fyrir löngu orðin ólykt af hræinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já sennilega vita sumir ekki einu sinni hvað ég er að tala um þar. hehe.

Ævar Rafn Kjartansson, 2.5.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband