Velferðin varin??????????

Í fréttatilkynningunni sem forsætisráðherra sendir frá sér segir ma. þetta um skuldastöðu heimilanna:
„Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að verja heimilin í landinu og velferðina sömuleiðis. Það
verður gert með því að fylgjast grannt með skuldastöðu almennings og grípa til ráðstafana
eftir því sem við á.
“ Dettur einhverjum í hug að það að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið sé góð aðferðarfræði?

Annars er fréttatilkynningin í heild sinni stjórnmálafrasafroða uppfull af: Skapa þarf forsendur, vinna markvisst að því, hefja mótun, blása til sóknar, leitast við að verja velferðarkerfið, Unnið verður að þjóðarsamstöðu um stöðugleikasáttmála osvfrv.

Nýja ríkisstjórnin fer af stað með það að leiðarljósi að vera sammála um að vera ósammála um ESB sem annar flokkanna heldur samt fram að sé eina leiðin fyrir okkur út úr erfiðleikunum. Hún er líka sammála um að bregðast við EFTIR að heimilin eru farin í þrot. Hún er líka sammála um að stofna sérstakt félag um öll fyrirtækin sem hún kemur til með að eignast vegna vaxtastefnu sinnar. Hún er líka sammála um að það sé gott að vera í ríkisstjórn. Í þetta tóku flokkarnir sér tvær vikur til að koma sér saman um. Á maður ekki bara að segja hrærðri röddu: Guð blessi íslensku þjóðina!


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek heilshugar undir með þér.  Benti á þetta sama í færslu hjá mér.  Þetta er sorgardagur fyrir heimilin í landinu.

Marinó G. Njálsson, 10.5.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það býr enginn yfir neinum töfralausnum og þess vegna er eiginlega ekki hægt að gagnrýna margt ennþá annað en það að storka þjóðinni með einhverjum þvældum frösum sem enga bitastæða merkingu hafa.

Fyrstu viðbrögð stjórnvalda eftir bankahrunið voru flótti undan harmagráti íslenskra sparifjáreigenda og erlendra. Jafnframt var séð um það að þeim sem auðgast höfðu á óheiðarlegum viðskiptaháttum gæfist nægilegt ráðrúm til að forða fjármagni sem þeir hirtu út úr bönkunum og koma því í örugg skjól undir bankaleynd.

Nú erum við undir járnhæl Alþjóðlega gjaldeyrissjóðins til að bjarga kröfum Breta.

Hæstu stýrivextir í heimi hafa turnað því eina sem hefði getað bjargað okkur í kreppunni sem er virkir einstaklingar og lífvænleg atvinnufyrirtæki. 

Og svo á að blóðmjólka þjóðina enn meira til að styrkja bankana sem stýrt er af fólki sem hafði "getið sér gott orð" með fjármálasnilld á borð við það að bjarga eigin skinni með vafasömum viðskiptaháttum dagana fyrir hrun. 

Árni Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.