Gjaldþrota spilling með nýtt andlit.

Það er við hæfi að Framsóknarmenn klúðri formannskjöri sínu. Í stíl við glötuð gildismöt og ákvarðanir flokkseigenda. En skiptir einhverju máli hver þessarra kjálkabreiðu manna á fertugsaldri gegni embættinu? Sér einhver annað en yngri útgáfu af Halldóri Ásgrímssyni eða Guðna Ágústssyni? Sér einhver eitthvað meira en nýjan varðhund um S-hópinn eða flokkseigendafélagið? Finn Ingólfsson sem er búinn að tryggja sér einokun á bifreiðaskoðun allra landsmanna ofl.? Framsóknarmenn, við ykkur vil ég bara segja: Game over! 90 ár af möguleikum til þess að vinna að framþróun landsins hafið þið valið í að hampa spenasjúgandi sérhagsmunatittum ykkar á kostnað almennings. Undanfarnar kosningar hafið þið varið fjallháum upphæðum í trausti gullfiskaminnis kjósenda til að skara eld að köku ykkar. Er þar skemmst að minnast 6.3% fylgis borgarstjórnarfulltrúa ykkar sem í skjóli þessa míkrófylgis varð valdamestur í borgarstjórn. Ykkur hefur aldrei skipt máli það sem heitir lýðræði. Það eina sem hefur komist að er hversu mikið fáið þið fyrir ykkur.

Ég efa það ekki að nýr formaður sé góður maður. Og ég efa það ekki að margir framsóknarmenn halda að flokkurinn sé til góðs fyrir íslensk þjóðlíf. En ég veit ekki um neitt dæmi þess. Aftur á móti veit ég um tugi dæma þess að framsóknarflokkurinn hafi verið góður FYRIR Framsóknarmenn.  Sérstaklega þá sem eiga flokkinn.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr...!

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.