Stýrivaxtahækkun er banabiti þjóðarinnar herr Davíð

„Það sem yfirvöld eru að gera vitlaust núna er að vera ekki að gera neitt“ Ég er að hlusta á íslenska konu tala um kreppuna í Finnlandi á rás 2. Lýsingarnar á kreppunni þar eru skelfilegar. Þúsundir starfsmanna heilbrigðisgeirans gengu um atvinnulausir eða flúðu land á sama tíma og aðstoð og umönnun við geðfatlaða og aðra sjúka hrundi.Skelfilegustu mistök Finna voru að slá á vinnandi hendur og atvinnuleysi var frá 30% upp í 50% td. í Lapplandi. Fólk gramsaði í ruslatunnum nágrannana eftir eitthverju ætilegu. Ef ekki hefði komið til skólamáltíðir hefðu finnsk börn soltið. Börn atvinnulausra voru líkleg til að verða líka atvinnulaus. Og það eru þessi börn sem fara í skólann með byssu! 

Þessi kona eins og fjölmargir aðrir eru öll sammála um að stýrivaxtahækkun sé banabiti fyrirtækja og heimila landsins. Það er búið að margbenda ráðamönnum á að hagstjórnarhugmyndir þeirra eru úreltar og hafa ALDREI gengið upp þar sem þeim hefur verið beitt. Ég er líka farinn að halda að þeir ætli bara að setja allt á annan endann til að fela spor sín og sinna í rústunum.

Ég sagðist ætla að hætta að borga ríkinu og bankanum. Núna les ég og heyri víðsvegar að það eru fleiri að hugsa eins. Kannski er grundvöllur fyrir samtökum um þetta?


mbl.is Varar við háum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.