Ef að stjórnmálamennirnir okkar geta ekki haft vit fyrir þjóðinni þarf þjóðin að hafa vit fyrir þeim!

Nokkrar staðreyndir um náttúru- stóriðju- og virkjanahryðjuverk íslenskra ráðamanna -

haspenna

Miðhálendi Íslands er stærsta samfellda ósnorta landsvæði í Evrópu

Megnið af þessum upplýsingum eru fengnar úr myndbandinu sem ég kynnti í þarsíðustu færslunni minni þó að ég bæti inn í þetta. Myndbandið er náttúrulega gert meðan menn héldu enn í vonina um að þessi stærsti verðandi drullupollur Evrópu yrði ekki að veruleika. En þessi veruleiki blasir við okkur í dag og greinin eða myndbandið er þörf áminning um hvað VIÐ LEYFÐUM að væri gert fyrir móðurjörðina sem okkur ber skylda til að vernda fyrir börnin okkar.

Með stóriðjustefnunni er stolt okkar frumkvæði og hugvit fótum troðið og efnahagslegu sjálfstæði stefnt í voða. Okkar stórbrotna náttúra í bráðri hættu.

Á Reyðarfirði mátti ekki starfrækja litla fiskimjölsverksmiðju yfir sumartímann vegna mengunar en þar mátti byggja 420.000.000.000 kg. Álversframleiðslu án þess að hafa löglegt umhverfismat

 

Það er óskiljanlegt hvernig fólki getur dottið í hug að staðsetja þungaiðnað sem framleiðir bráðinn málm á svo hættulegu svæði”. (Dr. Ragnhildur Sigurðardóttir.)

Náttúruauðlindir Íslands eru auðug uppspretta fyrir erlenda fjárfesta og geta boðið orku til iðnaðar á mjög samkeppnishæfu verði”. (Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra.)

Kárahnjúka- og húsavíkursvæðið, Bakki og virkjanahugmyndir í neðri Þjórsá eru öll á virku jarðskjálftasvæði.

Álverið á Bakka verður þar sem búast má við hörðustu jarðskjálftum á landinu.

Reyðarál mun losa jafn mikið magn koltvíssýrings út í andrúmsloftið og allur bílafloti landsins.

Öll lönd Evrópu vinna að því að draga úr mengun í þeim tilgangi að bjarga jörðinni og mannkyninu frá alvarlegum afleiðingum gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma áætla íslensk stjórnvöld að margfalda losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Bandaríkjamenn urða um 800.ooo.ooo.ooo kg af áldósum á ári! Það dugar til að byggja upp flugflota þeirra 4x á ári! Óendurunnar áldósir þeirra duga 153 hringi kringum jörðina á ársgtrundvelli. Til að endurvinna ál þarf 5% af orkunni sem þurfti upprunalega til að framlei'ða það. Samt geta bandarískir auðhringir ekki hugsað sér að gera endurvinnslu að metnaði sínum. Eigum við að fórna náttúru okkar til að ómeðvitaðir ameríkanar sleppi því að vera umhverfisvitaðir og ennurvinni kókdósirnar sínar?

Við seljum yfir 80% af raforku okkar til erlendra auðhringja sem eru þekktir fyrir að stefna að hámarkshagnaði – umhverfisvitund kemur eftir það.

Ég efast um að hægt sé að finna nokkurn annan raforkuframleiðanda í heiminum sem selur jafn hátt hlutfall af framleiðslu sinni til álfyrirtækja”. Viðskiptablaðið 24. ágúst 2005.
Ættum við almennir notendur ekki að njóta þess og vera með nánast ókeypis orku?

Til að framleiða vetni fyrir allan bílaflota Íslands þarf 1,5 terravattsstundir. Reyðarál þarf 4,7.

Raforkuverð til stóriðju er trúnaðarmál en allir vita að það er brot af því sem almennir notendur borga. Að öllum líkindum um 8 sinnum lægra en garðyrkjubændur borga hér á landi. Ef að álver er frekar sett niður hér en í Brasilíu þar sem laun eru brotabrot af launum manna hér má fyrir víst vera öruggt að salan á rafmagninu er óravíddum frá því sem við borgum. Það segir okkur að raforkuverð sé sennilega helmingi lægra en í Brasilíu.

Mýtan um að okkur beri skylda til að framleiða orku með vistvænum hætti til þess að koma í veg fyrir kola- og olíubrennslu við raforkuöflun er skrípamynd! Ef við berum okkur saman við Afríku hefur sú álfa möguleikan á virkjun 2200 terrawattsstunda. Við á 30 terrawattsstundum!

Orkugeta okkar vatnsafls er nánast engin miðað við heiminn!

Raforkuloforð íslenskra stjórnvalda áður en þessi ríkisstjórn tók við eru um 50 terrawattsstundir. Til að standa við það þarf að virkja flestar ár landsins og flest fallegustu háhitasvæði þess.

Vatnsaflforka er GRÆN ORKA!. Rangt: Jökulár bera mikið magn steinefna til sjávar. Þessi steinefni ganga í efnasamband með kalki úr sjónum og binda koltvísýring úr andrúmsloftinu.

Jökulár á Íslandi draga úr gróðurhúsaáhrifum til jafns við 25% af ám Afríku. (Úr skýrslu Landsvirkjunar).

Stóriðja eykur hagvöxt! RANGT! Hagvaxtaraukning 1993 – 2003 var 40%! AF ÞVÍ VORU 0,7% VEGNA STÓRIÐJU!!

SÍÐUSTU 110-120 ár hefur íslenska hagkerfið vaxið jafnt og þétt og svo mun verða áfram með eða án álbræðslu”! Skýrsla KB banka, Viðskiptablaðið ágúst 2005.

Hátækniiðnaðurinn á Íslandi á undir högg að sækja ma vegna ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmda. Einnig ferðaþjónusta, kvikmyndaiðnaður, sprotafyrirtæki og sjávarútvegur.

Hætta er á að mörg íslensk fyrirtæki flýi land eða leggi upp laupana vegna óhagstæðs gengis, óhagkvæms rekstrarumhverfis og eyðileggingar á náttúru.

Hátækniiðnaðurinn hrekkst úr landi vegna stóriðjuframkvæmda: Dofri Hermannsson.

Ef við hjá CCP fengjum sömu fríðindi og áliðnaðurinn gætum við vel hugsað okkur að flytja fyrirtækið á landsbyggðina. En vegna óhagstæðra rekstrarskilyrða eru stórar líkur á að fyrirtækið flytji reksturinn erlendis! (Reynir Harðarson – annar stofnenda CCP). Þetta fyrirtæki er í örum vexti og þarf menntaða starfsmenn. Velti tæpum milljarði árið 2005 og tapaði þá um 200 milljónum vegna ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmda.

CCP starfar án þess að menga og valda náttúruspjöllum. Sama gildir um Marel, Actavis, Latabæ, Bakkavör, Össur og flest önnur fyrirtæki íslensk í útrás.

Stjórnvöldum ber skylda til að hlúa betur að íslenskum fyrirtækjum, hugviti, menntun, menningu....... og náttúrunni.

Kárahnjúkasvæðið 57 ferkílómetrar að stærð, áhrifasvæði minnst 3000 km2. =

Stórkostlegur skaði á gróðri og fuglalífi.

Mun líklega hafa afgerandi áhrif á hreindýrastofn landsins.

Mun líklega hafa í för með sér náttúruhamfarir vegna þess að það er staðsett á virku sprungusvæði.

Mun eyðileggja tilkomumikla fossa, stórkostlega kletta, heitar uppsprettur, varplendi fugla, ár, læki, gróður, griðlendi hreindýra og ótal önnur náttúruundur.

Mun drekkja stóru ósnortu landsvæði sem er einstakt á heimsmælikvarða.

Hálsalón mun eyðileggja Jöklu einni tilkomu- og kraftmestu jökulá landsins.

Eftirfarandi örnefni eru núna orðin meiningarlaus í boði Landsvirkjunar:
Brúarjökull, Búrfellsflói, Desjarárdalur, Efra- Jökulsárgil, Ekkjufellshólnmar, Eyjabakkafoss, Faxi, Folavatn, Gjögurfossar, Gljúfrahvísl, Grjótá, Hafrahvammagljúfur, Háls, Héraðsflói, Hjalladalur, Hníflafoss, Hölkná, Hólmaflúðir, Hrakstrandarfoss, Hreinatungur, Jökla, Jökuldalur, Jökulsá á Brú, Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal, Kárahnjúkar, Kirkjufoss, Klapparlækur, Kleifarskógur, Kringilsárrani, Lagarfljót, Lindur, Rauðaflúð, Sauðá, Sauðakofi, Sauðárdalur, Skakkifoss, Slæðufoss, Snikilá, Sporður, Tröllagilslækur, Tungufoss, Töðuhraukar, Töfrafoss

Svæðið hentar einkar vel fyrir stórar stíflur, sprungur skapa enga hættu”. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar

Virkjunin er reist á virku jarðskjálftasvæði og verulegar líkur á náttúruhamförum!

Kárahnjúkar eru mikil áhættuframkvæmd og í versta falli lífshættuleg þeim sem nálægt Jöklu búa”. Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur.

Miðhálendi Íslands er stærsta samfellda ósnorta landsvæði í Evrópu – þessari einstöku náttúruperlu er verið að fórna fyrir erlenda stóriðju.

Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi umhverfishryðjuverkaráðherra talaði um Kárahnjúka sem SAND OG MÖL! Sjáðu hér það sem hún var að horfa á!

Við sitjum uppi með umhverfisslys og stærsta drullupoll Evrópu.

Ríkið í ríkinu – Landsvirkjun er samt hvergi nærri hætt. Ef að stjórnmálamennirnir okkar geta ekki haft vit fyrir þjóðinni þarf þjóðin að hafa vit fyrir þeim!

Það þarf meiri þrýsting frá almenningi og það þurfa fleiri að kynna sér hvaða glæpir eru í gangi undir formerkjum umhverfismata sem er stýrt af sömu fyrirtækjum og þurfa eina fyrirfram ákveðna niðurstöðu! Fyrirtæki eins og Landsvirkjun sem í lokaskýrslum sínum gerir lítið úr öllu sem ekki hentar þeim í forskýrslum. Veit td. einhver að jarðfræðiskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum við virkjanir í neðri-Þjórsá er 4 blaðsíður? Og lokaniðurstaða hennar er að það þurfi meiri rannsóknir! Þetta fer svona gegnum umhverfismat og er látið standa!

Landsvirkjun þarf að stöðva í gengdarlausri nauðgun lands og arðsemislausum auðhringjasleykjuhætti.

Myndbandið sem greinin byggir á.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert stórkoslegur, félagi.

 Blátt áfram stórkostlegur!

Árni Gunnarsson, 20.7.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég spurði: Framkvæmdirnar á Íslandi geta ekki bara verið slæmar… eða?

Ég er sammála Árna og takk fyrir svarið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.7.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Takk fyrir fróðlega samantekt ... aldrei hefur verið meiri ástæða til að halda umræðunni gangandi og upplýsingaflæðinu stöðugu en núna ..

Pálmi Gunnarsson, 21.7.2007 kl. 00:42

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Athyglisverð samantekt og góð lesning. Hvað eru stjórnvöld eiginlega að hugsa?

Sigurður Hrellir, 21.7.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð samantekt. Stjórnvöld voru ekki að hugsa, samkvæmt þessum myndum, þegar landdrekkingin var ákveðin. Þeir virðast gleyma því að land er að verða langdýrmætasta auðlind heimsins. Að drekkja landi til að fjármagna erlent álver er því hrein og klár heimska.

Ég er með tillögur til að knýja Landsvirkjun og ráðandi öfl til að hætta álbrjálæðinu:

  1. Spara rafmagn. Slökkva á sjónvarpinu, hlusta á fréttir í útvarpi, eða í fartölvu, miklu minni rafmagnsnotkun.
  2. Kaupa sólarrafhlöður, sem sólin hleður og tengja við rafgeyma, sem hægt er að nota til að knýja minni raftæki.
  3. Fara í sturtu frekar en bað og skrúfa fyrir meðan maður er að þvo sér.
  4. Lækka hitann í 18-20 gráður, enn minna í ónotuðum eða lítt notuðum herbergjum. Fara í peysu ef manni er kalt, frekar en hækka hitann.
  5. Hægt er að hita upp herbergi með hitablásara, ódýrara en að hækka á ofnunum. 
  6. Slökkva ljós þegar ekki er verið að nota þau.
  7. Senda börn og unglinga út að leika sér, í íþróttir, t.d. boltaleiki og útihlaup og ekki leyfa þeim að hanga inni í tölvuleikjum eða sjónvarpsglápi.
  8. Hætta að kaupa gos í einnota áldósum. Drekka vatn!
  9. Hætta að nota álpappír til að geyma matvæli. Hætta að nota ál eins mikið og hægt er.

Með þessu móti væri hreinlega hægt að grafa undan orkufyrirtækjunum og knýja þau til að lækka orkuverðið til almennings. 

Theódór Norðkvist, 21.7.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fínar tillögur Theódór. Það er bara eitt að. Í fyrra þegar heitavatnsnotkun borgarbúa minnkaði vegna þess hve hlýtt var HÆKKUÐU ÞEIR BARA GJALDSKRÁNA! Það sama gerist bara aftur enda er allt tal um samkeppni í orkusölu bara kjánalegur Framsóknarbrandari.

En hitt styð ég og get alveg viðurkennt að ég á sjálfur langt í land með að flokkast sem umhverfisvænn! 

Ævar Rafn Kjartansson, 21.7.2007 kl. 22:45

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, ég man eftir því. En nú er búið að sparka Framsókn út úr Orkuveituhúsinu og setja Guðlaug í staðinn. Það er því veik von að nú verði dregið úr sukkinu í stjórnun þeirrar stofnunar.

Theódór Norðkvist, 21.7.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband