Töpuðu 5,5 - 6,5 milljónum - hafa ekkert upp á þjónustufulltrúann að klaga!

the-grinch-710633.jpgÉg hlustaði í dag (17. des) á viðtal á rás 2 við hjón 77 og 71 árs þar sem þau sögðu frá tapi sínu á fölsunarsjóðum Landsbankans. Þetta er bara ein af mörgum sögum sem ég hef heyrt af fólki sem leggur inn arfinn sinn, ævisparnaðinn, slysabæturnar eða sparnaðinn sem átti að nota seinna. Núna er þetta horfið og ráðgjafarnir í bankanum hafa engin svör. Ráðgjafarnir sem sögðu að þetta væri öruggast fjárfestingin.  Og það er ekki hægt að sækja neinn til saka. Einhversstaðar var smátt letur sem sagði að þetta væri áhætta. En það sagði hvergi að eigendur bankanna ætluðu að nota þetta fé til að blekkja alþjóðasamfélagið til að trúa að bankarnir þeirra og félögin væru traust og efnuð.

Til þess notuðu þeir sparifé þessa fólks.  Við að hlusta á samtalið við þetta jarðbundna aldraða fólk sem var ekkert visst um hvort það myndi kæra eða gera mál enda ekki uppreisnargjarnt reiddist ég eina ferðina enn græðgisglæponum landsins. Í þetta sinn fyrir hönd hógværa alþýðufólksins sem hafði ekkert uppá þjónustufulltrúann sinn að klaga þrátt fyrir að hafa leiðbeint þeim þessa leið. Enda vissu þau að skipanir hans koma að ofan. Og samkvæmt nýjustu fréttum ofar en frá bankastjórunum. Þeim sömu og segja að bankarnir hafi verið vel reknir.

„Ólíkt sumum öðrum athafnamönnum hef ég alltaf borgað mína skatta og staðið við skyldur mínar á Íslandi. Það má meðal annars sjá með því að taka saman þær skattgreiðslur sem ég hef innt af hendi síðustu árin,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson.

Ef að Jón Ásgeir getur látið svona setningu út úr sér án þess að fjölmiðlar landsins krefji hann um skýr svör um hvað eða hverja hann eigi við er eitthvað meira en lítið að fjölmiðlaflóru landsins. Samkvæmt þessu býr hann yfir upplýsingum um skattsvik eða undanskot annarra auðmanna. Á það að fá að vera bara svoleiðis og ekki orð um það meir? 


mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir sem töpuðu með þessum hætti eiga að taka sig saman og kæra! Ekki spurning

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk fyrir góða kveðju og gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband