Fréttaskýring - Animal Farm - kannast einhver við persónur myndarinnar?

Þegar ég var krakki, ein sjónvarpsstöð og lítið um barnaefni, var þessi mynd sýnd á hverju ári. Gott ef ekki á aðfangadag. Held að í dag væri hún bönnuð innan 12 ára til að skadda ekki blessuð börnin. En kannski hefði átt að halda áfram að sýna hana á hverju ári. Hún á allavega ekki minna erindi í dag en fyrir 40 árum síðan.

Fyrir þá sem vilja eru hinir partar myndarinnar líka á Youtube.com.


mbl.is Krefjast almenns félagsfundar í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Segðu...efni myndarinnar er sígilt. Og ég tek undir með þér frá færslunni hér fyrir neaðna...hvers vegna erum við ekki að nýta krafta og hæfileika fólks eins og Andra Snæs?? Það er svo gott að horfa og hlsuta á vel þenkjandi fólk sem er með hjartað é réttum stað. Fullt af skynsemi og lífsvisku.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: corvus corax

Verkalýðsforystan er handónýt eins og hún leggur sig. Þessi forysta er samansafn af langlegusjúklingum sem svífast einskis til að tryggja sjálfum sér þau forréttindi að lifa í vellystingum praktuglega á kostnað láglaunafólks og tíma ekki einu sinni að hafa almennnilegt með kaffinu á almennum félagsfundum þar sem þeim þykir það of kostnaðarsamt. Enda rýrir kaffiaustur og meþí sjóðina sem forystan notar til að sukka fyrir. Verkalýðsforystan hugsar eingöngu um rassgatið á sjálfri sér og gefur dauðan og djöfulinn í hinn almenna félagsmann.

corvus corax, 10.11.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta frábært að vita að fólkið sjálft er að rísa upp og mótmæla, ég vil segja loksins, það er svo sannarlega komin tími til.  Og nú verður þetta ekki stöðvað, nú munu rísa nýjir tímar, og spillingaröflin hrökklast frá völdum.  Hvar sem þau hafa hreiðrað um sig í samfélaginu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.