Eru baráttuaðferðir Saving Iceland náttúruvernd til framdráttar?

Ný hávísindaleg skoðanakönnun! Sjálfur er ég á báðum áttum með hvort aðgerðir þeirra séu náttúruverndarsinnum til framdráttar eða hreinlega skemmi fyrir okkur hinum. Ég vildi helst að rökstuðningur náttúruverndarsinna dygði til að hætt yrði við þessi hryðjuverk gagnvart landinu en í örvæntingu yfir hversu þröngsýn stjórnvöld við höfum burðast með síðastliðna áratugi er ekki skrítið þó að manni finnist tími á að dínamitið verði dregið upp. Þá kannski yrði hlustað. (Vonandi er ég ekki að gera mig með þessu að fyrsta verkefni greiningardeildar Lögreglunnar haha):Bandit )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Dýnamit var notað í Mývatnssveit sælla minninga. Örþrifaráð nokkurra félaga - ég þekki persónulega einn sem er ennþá á lífi af hópnum sem sprengdi. Hann er fyrst og síðast mannvinur sá maður - hann var dæmdur til 5000 kr sektar svona til málamynda. Ekki mæli ég með neinu sprengjudóti en hef ekkert á móti skyrir og ofurlítilli málningu til að hrista uppí umræðunni. Þá koma dómarar götunnar dansandi og dæma náttúruverndarfólk aumingja, sem hafi ekkert betra við líf sitt að gera en að mótmæla,  og ef vel er gefið í,  er liðið á dóbi, guð forði okkur frá slíku fólki - skál.  Ég passa vel inní þessa katagóríu, er aumingi samkvæmt skilgreiningu dómstóls götunnar, vegna þess að mér er illa við að álverum sé dritað niður um allt land fyrir aura frá erlendum glæpafyrirtækjum sem svífast einskis þegar glittir í gullið.  Ég er  stoltur af aumingjanafnbótinni því hana fæ ég vegna þess að ég vil ekki að við misnotum landið okkar eins og við höfum gert og áætlum að gera í miklum mæli.

Pálmi Gunnarsson, 21.7.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Atvinnumótmælendur er orð sem hefur verið markaðsett þannig að það felur í sér að viðkomandi sé: Atvinnulaus, auðnuleysingi, dópisti, ræfill, letingi, anarkisti og þaðan af verra.

Bændurnir í Mývatnssveit verða seint vændir um að vera þetta en þrautalending þeirra gagnvart ósvífnu stjórnvaldi var að bjarga málunum sjálfir. Kannski eru Saving Iceland samtökin að reyna það sama en ég held að aðgerðir þeirra bitni bara ekkert á þeim sem þau ættu að bitna á. 

Og ef það að mótmæla grófri nauðgun á landinu og ömurlegri framtíðarsýn stjórnmálamanna sem hugsa bara til næsta kjörtímabils gefur okkur  aumingjastimpil skal ég stoltur bera hann með þér

Ævar Rafn Kjartansson, 21.7.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég hugsa nú Pálmi að þú verðir seint kallaður aumingi,Ég er kannske ekki alveg á sömu bylgjulengd og þú/þið í umhverfismálum en ég viðurkenni rétt manna til að tjá sig og hafa skoðanir á hlutunum.En mér finnst bara stundum eins og fólk sé að þessu til að láta bera á sér.Mér finnst allt í lagi með að íslendingar mótmæli því sem er að ske hér á Íslandi,en ég er ekki alveg með á nótunum þegar "atvinnufólk í greininni"er að koma hingað og talar um að bjarga okkur.Ég er að vísu bara fáfróður gamall sjóari.En ég hef farið víða og mér finnst meiri þörf fyrir"björgun"á mörgum öðrum stöðum.T.d það er eitt sem ég myndi vilja mótmæla ef ég væri""professionl"í þessu og það eru áætlanir Vättenfalls í Svíþjóð um byggingu kjarnorkuvera á Norðurlöndum.Það eru áform um 6tta kjarnorkuverið í Finlandi.Mörg kjarnorkuver í fyrrum Soviet hanga bara á ryðinu og menn eru á nálum yfir þessu t.d.í Svíþjóð.Satt að segja skildi ég ekki Ómar Ragnarsson þegar hann talaði um"Finsku leiðina"Eins og ég sagði eru þar samninar í gangi við þýska verktaka að byggja sjötta kjarnorkuverið þar

Ólafur Ragnarsson, 21.7.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband