Er þessi forræðisfasismi nauðsynlegur?

Spurning hvort það ætti ekki að stofna stað sem samkvæmt eðli málsins myndi heita "Reykhús Þorgríms" með það að höfuðmarkmiði að veita reykingarfólki skjól. Sækja svo um vínveitingarleyfi seinna. Þessi forræðisfasismi er náttúrulega út í kú. Það er nóg að veitingamenn velji hvort þeir vilji bjóða upp á reyk- eða reyklausa staði og fólk ætti að geta valið samkvæmt því.

Það held ég að margir barirnir eigi eftir að fara illa út úr því að Alþingi hefur ákveðið að þú mátt drekka þar en ekki reykja og reykja úti en ekki drekka.

Kannski eru komnir nýjir þingmenn með ögn skýrari hugsun........... og þó. 


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef sagt það áður & stend við það, að þó að tófuskottið sé lítils virði núorðið, þá verði skottið á okkur reykíngjamönnum verðmætt eftir 3-13 ár.

Þá verðum við skotnir á færi.

Reykíngar eru óhollur ósiður, órþifalegur, & örugglega til ama öðrum.  Dreg ekkert af því.

Fólk deyr úr reykíngatengdum sjúkdómum, oft tengdum krabbameinum, hjartasjúkdómum, eða lungnaþembum.

Sykur drepur líka fólk, veldur offitu sem að gerir faktor í þessu líka.  Salt er líka líkamanum hættulegt, sé því neytt í óhóflegu magni.

Áfengi er að verða eini löglegi vímugjafinn á Íslandi í dag.

Bílar & áfengi drepa fleiri en tóbak, bæði beint & óbeint, hvað þá saman.

Af hverju talar enginn forræðisfíkillinn um það ?

S

Steingrímur Helgason, 30.5.2007 kl. 23:07

2 identicon

Áfengi er skaðlegt, enda takmarkað við 20 ára aldur. Bílar eru skaðlegir, enda keyrsla þeirra takmörkuð við 17 ára aldur. Tóbak er skaðlegt, enda kaup á því takmörkuð við 18 ára aldur. Óbeinar reykingar eru skaðlegar, af hverju ekki að takmarka þær?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband