Er uppfært mat sérfræðinga einhver sannleikur?

Úr fréttinni: „Þessi fjárhæð er háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið. Þá er vakin athygli á að öllum tölum ber að taka með varúð vegna mikilla breytinga á gengi gjaldmiðla, sérstaklega á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum.“

Á venjulegri íslensku þýðir þetta að sérfræðingarnir haldikannski miðað við ákveðnar aðstæður geti hugsanlega fengist 1100 milljarðar fyrir eignirnar. Kannski. Og kannski ekki.

Semsagt allavega 200 milljarðar lenda á þjóðinni sem er þá 625.000.- á hvert mannsbarn. Kannski verður þetta fjórföld sú upphæð. Þar fyrir utan eru líkur á hundruðum dómsmála vegna eignanna fyrir breskum dómsstólum. Þannig að „eignirnar“ eru tveir fuglar í skógi.

Einhver annar kemur til með að þurfa að borga minn 625.000 kall vegna þess að nú þegar get ég ekki borgað mínar eigin skuldir. Hvað ætli það gildi um marga?

Erlend matsfyrirtæki eru að endurmeta lánshæfi Íslands. Það er nú þegar komið niður í BBB- sem þýðir að ef það er fellt um einn flokk erum við komin á blað með svokölluðum jönkbréfum. Einskis virði. 

Er þetta bara ég eða finnst einhverjum fleirum eins og það þurfi að fara að draga einhverja til ábyrgðar? Það er alveg greinilegt að það er ekki nóg fyrir stjórnmálamenn að stíga til hliðar í þessu máli. Þeir sem vaktina stóðu ásamt glæpamönnunum sem stóðu að málum eru að mínu mati landráðamenn.  Það kemur betur í ljós með hverjum deginum. Huggulegheitunum hjá sérstökum saksóknara og sannleikanefndinni sem eyðir tíma sínum í að karpa um hvert þeirra sé vanhæft verður að fara að ljúka. Áður en Reykjavík brennur í óeirðum og uppþotum. Venjulegt fólk er búið að fá miklu meira en nóg.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er allt hið mætasta fólk sem var í þessari samninganefnd, en ég held að það hafi náð lélegum samningi.  Það  ríkir mikið vonleysi núna í þjóðfélaginu.  Ég mun ekki borga neitt, blankur og atvinnulaus með mikla menntun.  Ég neyðist til þess að flýja land innan skamms.

Guðmundur Pétursson, 22.6.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.