Faglegu ráðherrarnir eru að standa sig!

Himin og haf skilur á milli flokkseignarráðherra sl. ríkisstjórna og þeirra tveggja sem gegna nú stöðu dóms- og viðskiptaráðherra. Ekkert gaspur í gangi þar heldur verkin látin tala. Þessi ráðning Evu Joly gerir rannsókn á því sem gerðist í fyrsta sinn trúverðuga og faglega.

Það væri aldeilis munur ef við gætum ráðið svona fólk í ráðherrastólana í staðinn fyrir vanhæfa framapotara allra flokkeigendafélaganna.


mbl.is Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ráðning og ráðgjafasamningur er ekki það sama..takk fyrir annars góðan pistill.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef fulla trú á að ráðning Evu Jolly muni stuðla að úrbótum í Íslensku samfélagi.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála þér í því Hilmar, að því tilskildu að ENGIN íslendingur komi nálægt þessari rannsókn og útlensku sérfræðingunum undir hennar stjórn fái lögregluvald án allara málalenginga.

Og það verður erfitt að fá það í gegn hjá yfirvöldum á Íslandi. 

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þessi ríkisstjórn hafa staðið sig ótrúlega vel á skömmum tíma og auðvitað nýtur hún fyrri stjórnar nokkuð í þeirri ályktun. Eitt finnst mér þó vanta og það er viðbragðs-og neyðaráætlun fyrir Ísland ef svo hörmulega skyldi til takast í næstu kosningum að hryðjuverkahópur D listans nái völdum á ný.

En vissulega var það mikill áfangi og mikill léttir fyrir þjóðina að Eva Jolly skyldi mæta hingað og síðan takast á hendur ráðgjöf við rannsókn bankahrunsins. Ég hefði þó viljað sjá í framhaldinu svona þrjá til fjóra erlenda rannsóknarmenn.

Svo krefst ég þess að vinstri flokkarnir lýsi yfir uppskurði á kvótakerfinu og jafnframt lýsi yfir framhaldi á samstarfi eftir kosningar.

Árni Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 23:35

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Madame Joly lofar góðu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 02:18

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já hún gerir það.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2009 kl. 21:37

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eva Joly mun engu breyta. Allt of mikið af 'islenskum ráðamönnum innblandaðir. Klár kona enn hún breytir engu! Bara "showbuisness" á Islandi í sambandi við "rannsóknir."

Bara að pæla hverjum verður "fórnað" og hversu mörgum, til að friða "skrílinn" eins og ráðamenn tala um venjulegt fólk.

"Frame game" komið til Íslands! Flott! Ég er að eiga við einn "málaliða" Baugsmanna og hann veit ekki við hvern hann er að tefla. Hann kann ekki "mannganginginn!.

Ég trúi að hann verði heimaskítsmát þegar yfir líkur. Nema að hann sendi annan til að reyna að stúta mér. Ég vann, ekki hann...ég er tilbúin í næstu lotu því ég veit að hann les allt sem ég skrifa, eða lætur lesa það fyrir sig.

Ævar Rafn! Ekki trúa öllu sem kemur úr blöðunum. Þetta er stærra og ógeðslegra enn þar stendur. Blaðamenn missa vinnuna ef þeir blaðra of mikið..

Óskar Arnórsson, 23.3.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband