Glæpir gagnvart þjóðinni.

Eins og í fyrri samantekt minni (hér) eru þetta bútar sem ég hef safnað héðan og þaðan. Ef að einhverjum ofurflokkshollum finnst hallað á sína verður hann að eiga það við sig. Það skiptir ekki máli hvaðan spillingin eða fyrirgreiðslupólitíkin kemur heldur það að uppræta þetta krabbamein á íslensku þjóðinni.

Jón og séra Jón:
„Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. Friðjón var handtekinn í fyrradag vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti.“ Og sonur hvers er maðurinn?  visir.is
 
„Í því tilfelli var það Björn Bjarnason sem hringdi í gsm símann minn. Hann var sömuleiðis að skamma mig fyrir umfjöllun í Speglinum. Benti mér sömuleiðis á að ég skyldi vara mig á því að þetta væri ríkisfjölmiðill og því ekki sjálfsagt að vera með umfjöllun þar sem gagnrýndi stjórnvöld svona. Undir lá vissulega að hann hefði völd til að láta mig fara. Þetta var á þeim tíma sem Spegillinn átti fótum sínum fjör að launa í samskiptum við útvarpssstjórann Markús Örn Antonsson og fleiri innanhússmenn sem ég nenni ekki að nefna.“

„Eftir viðtalið, sem snérist meðal annars um þátttöku okkar í árárinni á Írak, missti Halldór stjórn á skapi sínu og ákvað að lesa yfir hausamótunum á fjölmiðlakonunni. Hvernig við voguðum okkur að halda uppi þessum áróðri í ríkisútvarpinu, að við værum greinilega í persónulegu agenda varðandi þetta stríð og að við yrðum að gæta okkar verandi hjá ríkisfjölmiðli.“
eyjan.is/helgavala

Fé án hirðis í vörslu Finns Ingólfssonar og samspillingarflokksmanna - hreinræktuð eignaupptaka! Eigið fé Giftar var 30 milljarðar króna í fyrrasumar. Félagið mun hafa tapað á fimmta tug milljarða á Kaupþingi og Exista. Um 55 þúsund manns hafa búist við hlut í Gift frá því í fyrrasumar. visir.is
 
„Stjórnmálaklíkuskapur í mannaráðningum og embættaveitingum á vegum ríkis og sveitarfélaga er alvarlegt þjóðfélagsböl á Íslandi og hefur verið það alla þessa öld. Margar mikilvægar stofnanir þjóðfélagsins eru verr mannaðar en þær þyrftu að vera og væru, ef stjórnendur þeirra og aðrir starfsmenn hefðu verið ráðnir eftir menntun, reynslu og öðrum verðleikum, en ekki í gegnum klíkuskap. Vandinn hér er ekki bundinn við alvarleg mistök, sem óhæfum stjórnendum og starfsmönnum hafa orðið á -- til dæmis í rekstri banka og sjóða, sem hafa tapað stórfé á liðnum árum vegna viðskipta við fyrirtæki, sem ábyrgðarlausir stjórnmálamenn höfðu velþóknun á. Nei, vandinn er meiri en svo. Hann er líka fólginn í því ranglæti, sem hæfir starfsmenn eru beittir, þegar aðrir lakari menn eru teknir fram yfir þá í gegnum stjórnmálasambönd.“ www3.hi.is/~gylfason


Bjarni Harðarson:
„Stærstur glæpur Framsóknarflokksins og sá sem ef til vill á mest í hinum þráláta spillingarstimpli er þó smæð flokksins og mikil völd hans þrátt fyrir smæðina. Er þar komið að hinu gamalkunna að hver sá sem tapar í kosningum hefur vitaskuld haft rangt við!“ bjarnihardar.blog.is


Fréttamynd ársins

finnur_banka.jpg

„Á broti úr sekúndu missa þeir andlitið, Ólafur og Finnur, og við sjáum glitta í óneitanlega nokkuð drýgindalega en um leið barnslega ánægju þeirra með gjöfina.“ ogmundur.is


„Flétta Framsóknarmanna við sölu á Landssímanum er að ganga upp. Bakkavararbræður keyptu Landssímann á spottprís og eru nú að greiða Halldóri og félögum fyrir greiðann með kaupum á VÍS og losa um Finn Ingólfsson þegar Halldóri hefur tekist að rústa Framsókn. Sjálfur hagnast hann umtalsvert á sölu á VÍS.“ malefnin.com
 

„Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður settur af sem stjórnarformaður Landsvirkjunar á aðalfundi á morgun, gegn vilja sínum. Við tekur Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Ólga er innan Framsóknarflokksins vegna málsins og kom til snarpra orðaskipta milli ráðherra flokksins í gær en formannsskiptin eru talin gerð að undirlagi Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins og iðnaðarráðherra. þegar Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar var settur af á sínum tíma - hann var kallaður til Páls Péturssonar ráðherra og beðinn að segja af sér - en vildi það ekki - þá var ákveðið að leggja Húsnæðisstofnun niður og þar með var Sigurður ekki lengur forstjóri - við niðurlagningu Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var lýst yfir þeirri stefnu stjórnvalda að færa húsnæðislánakerfið allt út á hinn almenna markað. Þannig yrði til ný sjálfstæð stofnun, sem gæti starfað þar. Þessi nýja stofnun átti að vera svo laus við að vera ríkisstofnun, að forstjóri hennar (Guðmundur Bjarnason ráðherra var skipaður í það embætti) var tekinn út úr launakerfi ríkisstarfsmanna og stórhækkaður í launum. Hið sama var gert fyrir forstjóra hins (þá) nýja Fjármálaeftirlits, Pál ráðherrason Pálsson (Péturssonar), nú forstjóra Samkeppniseftirlits. Finnur Ingólfsson þá viðskiptaráðherra, skipaði hann í embættið og tók hann um leið út úr launakerfi ríkisstarfsmanna, svo að hægt væri að hækka hann í launum. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, var settur út til þess að koma tryggum framsóknarmanni að, Páli ráðherrasyni.“ asagreta.blog.is
 
„Hann hefði til dæmis haldið fram að S-hópurinn hefði keypt hlut Landsbankans í VÍS á 11 milljarða eða svo þegar Valgerður flokkssystir hans og eftirmaður á ráðherrastóli bankamála hefði upplýst á Alþingi að S-hópur Finns hefði fengið að kaupa hlutinn á 6,8 milljarða. Hver lýgur og hver segir satt? Hver er spilltur og hver er með hreina áru? Vel að merkja. Finnur Ingólfsson sagði við Sigmund Erni að það hefði verið alger tilviljun að annar ríkisbankanna hefði komist í hendur Sjálfstæðismanna en hinn í hendur Framsóknarmanna!“ dv.is/blogg/johann-hauksson

„Finnur sagði að S hópurinn hafi átt hæsta boð og fengið Búnaðarbankann en Samson hafi ekki átt hæsta boð þegar Landsbankinn var seldur en samt fengið að kaupa bankann. Og ekki nóg með það, heldur hafi verið gefinn 700 milljón kr afsláttur í ofanálag. Hann gaf að mínu mati sterklega í skyn að óhreint mjöl hafi verið í því pokahorni en ekki þegar S hópurinn keypti BÍ. Verð að segja að mér þótti athyglisvert að Finnur af öllum hafi nefnt þessar staðreyndir og gefið þetta í skyn að spillingin væri í raun hjá D.“ malefnin.com

Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni!
„Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir leitun að spilltari stjórnmálamanni en Finni Ingólfssyni fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, en Finnur gagnrýndi Sverri harkalega í þættinum Mannamál á Stöð 2 í gær.“  Horfa á myndskeið með frétt


"Norvik, eignahaldsfélag BYKO, keypti 25 prósent hlutafjár í VÍS af Keri fyrir 3,4 milljarða króna en seldi hlutinn til Hesteyrar nokkrum dögum síðar í skiptum fyrir hlut Hesteyrar í Keri. Hesteyri var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar Þinganess, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á hlut í.”
Fréttablaðið 31 maí 2005

„Finnur er gerandi en ekki verandi. Ekki hljómar það sannfærandi að hann hafi setið auðum höndum uppi í Seðlabanka, eins og hann gaf í skyn, á meðan Halldór Ásgrímsson sat á fundum um hvernig koma mætti málum þannig fyrir, að “okkar fyrirtæki” eins og Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra nefndi einhverju sinni fyrirtæki sem Framsóknarmenn réðu, fengju feitustu bitana.“ ogmundur.is

Um Gísla Martein:
„hann er hæfilega búinn að setja sig inn í málin þegar hann hleypur burt! Og til að kóróna skömmina ætlar hann að sækja borgarstjórnarfundi einu sinni í mánuði en búa samt utanlands, væntanlega til að halda launum sínum sem borgarfulltrúi!“  www.malefnin.com
 
„Matsmenn GRECO, nefndar Evrópuráðsins sem lítur til með spillingu og mútuþægni, komu hingað til lands árið 2001. Þeir settu þó fram tillögur til úrbóta hér á landi og höfðu áhyggjur af smæðinni, frændhyglinni og ógagnsæi í fjármálum stjórnmálaflokkanna.
Þessar efasemdir settu þeir fram þótt svo að þeir hefðu í mörgum tilvikum aflað upplýsina hjá mönnum sem ef til vill voru komnir á sína pósta í embættismannakerfinu í krafti frændhygli eða eftir pólitískum leiðum.“
Hvar fengu þeir upplýsingar?
Jú, meðal annars hjá dómsmálaráðuneytinu, ríkissaksóknaraembættinu, viðskiptaráðuneytinu, ríkislögreglustjóraembættinu og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Hvað mundir þú, hlustandi góður, segja eftirlitsmönnum frá Evrópuráðinu um spillingu og frændhygli í íslenska stjórnkerfinu, ef þú hefðir komist í embætti þitt á pólitískum forsendum?
Þú gætir svarað með annarri spurningu: “Hvað, er ekki allt í fína lagi?”
utvarpsaga.is
 
„Guðbjörg Matthíasdóttir hafi selt lungann úr 1,71 prósenta hlut sínum í Glitni laust fyrir þjóðnýtingu bankans. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem verið hefur fjármálaráðgjafi Guðbjargar, segir tímasetninguna vera tilviljun. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er náinn vinur Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra og var til að mynda veislustjóri í fimmtugsafmæli hans. Sonur Guðbjargar, Einar Sigurðsson, vinnur í Glitni," dv.is
 
Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE
„Forsendur borgarráðs fyrir því að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy eru fyrst og fremst tvær, að mati Svandísar Svavarsdóttur, formanns stýrihóps um samruna REI og GGE. Meðal annars að allar reglur hafi verið þverbrotnar, umboð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið ábótavant. Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysir Green, segist þurfa að fara yfir málið með lögmönnum félagsins og telur samninga standa þar til annað kemur í ljós. „Það eru samningar í gildi á milli aðila sem hljóta að standa þar til menn semja sig frá þeim eða einhver utanaðkomandi verður fenginn til að kveða upp dóm í þeim efnum."

„Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Ármannsson, stjórnarformann REI, vegna málsins en án árangurs. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni hins vegar að ákvörðunin ylli sér þungum vonbrigðum og sér sýndist að verið væri að kasta verulegum fjármunum á glæ.“ www.mdagatal.is/mm/frettir/

OR skuldbundin REI í áratugi!  „Ákveði Hafnfirðingar að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, þá skuldbindur Orkuveitan sig til þess að framselja hlutinn til sameinaðs félags Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Í samrunasamningi fyrirtækjanna er ákvæði um að kljúfa hitaveituna í tvennt. Orkuveitan skuldbindur sig til að láta Reykjavík Energy Invest fá allar upplýsingar og ábendingar sem fyrirtækið fær um hagnýtingu jarðhita hvar sem er í heiminum næstu 20 árin.“ ruv.is


Alþjóðabankinn í sæng með REI

 Frumherji fékk svo að kaupa keppinautinn!
„Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækjunum Frumherja hf. og Frumorku ehf. Frumherji rekur m.a. bifreiðaskoðun og skoðun skipa og rafmagns. Þá sér fyrirtækið um öll ökupróf á landinu og sinnir notkunarmælingum á raforku, heitu vatni og köldu vatni fyrir orkuveitur. Alls starfa um 100 manns hjá félaginu. Finnur Ingólfsson hefur verið formaður stjórnar Icelandair Group undanfarið ár. Hann var áður forstjóri VÍS, bankastjóri Seðlabankans og iðnðar- og viðskiptaráðherra.“ mbl.is

Vilja rannsaka laxveiðiboð
„Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar vill allar upplýsingar upp á borðið um laxveiðiboð sem Viljálmur Þ Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson þáverandi oddviti Framsóknarflokksins þáður skömmu áður en tilkynnt var um samruna Geysis Green og REI. Hann segir að æðstu embættismönnum, þar á meðal borgarstjóra, sé óheimilt að þiggja slík boð af þeim sem borgin eigi viðskipti við.“ myndskeið!

 Sjálfstæðisflokkurinn í nútíð og framtíð 

Þetta er frá nóv. 2008 endurbirting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það veitir sennilega ekkert af að rifja þetta upp!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.7.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband