Er Seðlabankinn verndaður vinnustaður?

Að lesa í morgun í Fréttablaðinu að ekkert formlegt erindi hafi borist IMF að sögn fulltrúa Svisslendinga og svo nú þessa frétt er tvö ný dæmi um hversu óhæf möppudýr eru hér við völd. Eftir að hafa talað íslenskan efnahag á terroristalista og niður í svaðið er legið í drullunni og búnar til leirkökur. „Verið að vinna í málinu!“  „Það er ekki ástæða til að greina frá því á þessari stundu!“ „Engin ástæða til að skipta um seðlabankastjórn!“ „Stjórnin er sterk og samheldin!“

Ég hef heyrt í nokkrum gallhörðum sjálfsstæðismönnum og það er auðheyrt að ægikrumla flokksvaldsins er að gefa undan. Hvort sem þeir eru að reyna að fjarlægjast getulausa forystuna og ábyrgð eða ósammála þeim almennt um stefnuna þá er krafan hjá þeim skýr varðandi seðlabankann: Hannes og Davíð út! Hvernig á að taka landið og stjórn þess alvarlega með hryðjuorðamann í forsvari seðlabankans og formann aðdáendaklúbbs Milton Friedmann sem jókerinn hans?

 Bjarni Harðarson þingmaður var rétt í þessu að segja af sér. Fyrir pólitísk afglöp. Afglöp sem virðast afskaplega léttvæg við hlið afglapa ráðamanna sl. vikur. Hvernig væri að aðrir færu að bera pólitíska ábyrgð líka?

Að lokum bið ég alla verndaða vinnustaði á landinu afsökunar á að hafa líkt þeim við seðlabankann. Ég veit að framleiðslan og gæði hennar eru margfalt betri og faglegri en þar.


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Góður...

Þorsteinn Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Fríða Eyland

Sammála Bjarni olli því að mér svelgdist á morgun kaffinu þetta fólk virðist allt veruleikafirrt, lét aðstoðarmann sinn senda bréf til fjölmiðla osfr. las þetta í FB. Burt svikarana, kosningar strax takk

Fríða Eyland, 11.11.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.