SP-fjárkúgun beitir blekkingum.

Það er raunarlegt ef fólk, sérstaklega þeir sem eru með lán hjá þeim láti þetta blekkja sig og skrifi undir nýja samninga. SP fjárkúgun veit að lán þeirra verða dæmd ólögleg og skaðabótaskyldan sem myndast setur fyrirtækið á hausinn. Eins eru ekki nokkrar líkur á að nokkur heilvita maður skipti aftur við þetta fyrirtæki í ljósi reynslunnar.

Félagsmálaráðherra er búinn að vera að væla í þessum fyrirtækjum eins og raddlaus hvolpur um að rétta skuldurum snuð til að geta sagst vera að berjast fyrir hagsmunum kjósenda sinna.

En hann er ekkert að eiga við íslensk fjármögnunarfyrirtæki. Hann er að eiga við bankana sem lánuðu þeim. Sennilega er Deutche Bank þar stærstur.  Hvort skyldi sá banki eða Jógrímur vera í betra sambandi við Alþjóða rányrkjusjóðinn?

Það er hvorki Steingrímur né Jóhanna eða félagsmálahvolpurinn hennar sem stýra för.  Það eru erlendir bankar sem ráða Íslandi í dag. Og enginn 4 flokkanna kemur til með að breyta því.

ps. Veit ég ætlaði að halda kjafti en mátti til.


mbl.is Lækka bílalán um 20-40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Heyrði Jóhönnu aðal að ríkisstjórnin hafi gert margt fyrir heimilin í landinu ....hún talaði um 50 úrræði sem þau hafa komið á koppinn.. 

...ruv 

í dag sinnipartinn kanski síðdegisútvarpið

útlagakveðja

Fríða Eyland, 25.5.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já þau hafa sett plástur á beinbrot, spelkur á graftarkýli og skorið upp við sjóveiki.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.5.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll Ævar.

Það er óþarfi að halda kjafti. Haltu bara áfram að rífa kjaft út og suður, það vantar fólk í það.

Íslandi allt.

Umrenningur, 25.5.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skárra er að röfla en að "vera þögull sem Jóhanna" eins og orðatiltækið verður í framtíðinni.

Aðvitað eru SP menn að segja hvað verður.... þeir eru nú einu sinni að semja þessi "ágætu lög" fyrir þetta eymdarlið á þingi sem ekki kann á excel heldur rembist við að reikna á talnagrind...

Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 00:23

5 Smámynd: Friðrik Jónsson

Fjármögnunarfyrirtækin eru öll að stela frá fólki í dag,ég hef séð dæmi um að bílar séu teknir og login matsskýsla uppá fáráðanlegar upphæðir á bílum sem er ekkert að og fólkið situr uppi með verð bílsins áfram.Og þetta er í einhverjum tilfellum gert oftar en einu sinni við sama bílinn,ef þetta er ekki glæpur þá veit ég ekki hvað er glæpur.

Friðrik Jónsson, 26.5.2010 kl. 00:49

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Heyrði um daginn af manni sem lét ástandsskoða bílinn sinn lakkyfirfara og þrífa og bóna áður en hann skilaði honum. Hann fékk 500.000 viðgerðarreikning frá sp fjárkúgun sem hvarf við það að hann framvísaði vottorðum um annað. Það þarf að stoppa þessi fyrirtæki og kæfa glæpatilburði þeirra. Það gerum við ekki á blogginu eða Facebook.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.5.2010 kl. 00:59

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ævar það er rétt og ég hef gert mikið meira en það! Gaman að sjá þig á blogginu

Sigurður Haraldsson, 26.5.2010 kl. 01:47

8 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er bara rosalega erfitt fyrir marga að ætla að fá sér lögfræðing og fara í mál,þeir stóla á að fólk hafi ekki efn á því.

Friðrik Jónsson, 26.5.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband