Forgangsröð lögregluríkis.

„Í ákæruskjali er mótmælendum gefið að sök að hafa veist að sex þingvörðum og lögreglumanni með ofbeldi, hótun um ofbeldi og ofríki í þeim tilgangi að komast upp á þingpalla“. Ok hugsum þetta aðeins lengra. Fólk sem ætlar sér að komast á þingpallana byrjar ekki á því að ráðast á þingverði og lögreglu. Það reynir að komast á þingpalla og þingverðir og lögregla reyna að stöðva þá. Er það löglegt? Hafa ekki allir Íslendingar rétt á því að fylgjast með störfum þingsins? Staðreyndin er sú að lögreglan beitir sér af hörku gagnvart öllum aðgerðum svokallaðra aðgerðarsinna. Fólks sem sýnir af sér borgaralega  óhlýðni við að mótmæla.

Refsiramminn sem svokölluð brot þessa fólks spannar er frá 1-16 ára fangelsisdómur! Ráðherrar og aðrir þeir sem ollu hruninu gætu að hámarki fengið 2ja ára dóm fyrir sín afbrot gagnvart heillri þjóð. Sem við vitum öll að muni ekki gerast.

Enn hefur enginn verið ákærður úr banka- og útrásarmafíunni. Nokkrir þingmenn farið tímabundið í felur. Það er allt. Þetta dómsmál er yfirvöldum til háborinnar skammar í ljósi þess að allir sem grunaðir eru um miklu alvarlegri glæpi skuli enn halda um alla þræði þjóðlífsins. Þetta er forgangsröð lögreglu- og lénsveldis gamla Íslands. 


mbl.is Viðbúnaður í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lögregluríki, og bráðum kemur svo auðvitað netlöggan líka ekki satt!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 17:04

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hún er örugglega til staðar.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.5.2010 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.