Á bakvið bankatjöldin bíða hrægammar

Þetta er búið að vera að gerast lengi og á eftir að stóraukast. Á það jafnt við um góðar jarðir sem fyrirtæki og aðrar eignir. Og hverjir eignast þetta? Ef ekki er þörf á að auglýsa eignirnar hljóta bankarnir að hafa kaupendur tilbúna til að stökkva á bráðina við fyrsta tækifæri. Og hverjir skildu það vera? Getur verið að það séu sömu menn og ryksuguðu upp gömlu bankanna og félög tengd þeim?

Ég veit um lífvænlegt fyrirtæki sem lenti í erfiðleikum í hruninu en stóð lengstum í skilum og  eigandinn bar sig vel þrátt fyrir 40% samdrátt í sölu. Í rúmt ár hefur hann samt enga fyrirgreiðslu eða aðstoð fengið frá bankanum. Hvorki til að leysa út nýjar vörur eða hagræða skuldamálum. Maður veltir fyrir sér hvað gangi bankanum til. Er hann þegar kominn með kaupanda að fyrirtækinu?


mbl.is Jörðin seld án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er okkar að verjast ekki gera stjónvöld það fyrir okkur, bankastofnunin er skrímslið sem við verðum að berja nyður

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Því miður þá er ekki nægileg samstaða til að gera neitt raunhæft. Bankarnir taka á okkur einu í einu  og brytja niður. Ef það væri öflugur hópur að mótmæla kæmumst við eitthvað áleiðis.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ævar ég mótmæli kröftulega legg allt undir venga þess að lýðræðið gleymdist og flokksræðið með einkavinavæðingunni tók við!

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hvað hefði svo sem átt að hafa breyst? Eru ekki skilanefndir gömlu bankanna skipaðar lykilmönnum úr hrunadansi þeirra?

Ég man eftir umræðu við sölu gömlu bankanna til nýrra eigenda þar sem Kjartan J. Gunnarsson sat áfram í stjórn Landsbankans til þess að "ríkisstjórnin héldi talsambandi við bankann !"

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skilanefndirnar eru að rústa okkur!

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 18:05

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ævar nöfn fjárglæpastofnananna hér að ofan eru alveg ótrúlega rétt

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 22:51

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Enda vandaði ég mig....

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2010 kl. 23:28

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurningin er hvað við getum gert, hvernig við getum samræmt aðgerðir okkar svo þær skili árangri.  Við verðum að fara að rísa upp og krefjast réttlætis.  Þetta einfaldlega gengur ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 09:19

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ásthildur það er rétt hjá þér þetta gengur ekki lengur mælirinn er fullur!

Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 11:28

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er að bíða eftir síðasta korninu í mælinn hjá fólki. Ég sjálfur er til í aðgerðir.

Ævar Rafn Kjartansson, 30.4.2010 kl. 12:16

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ævar og Ásthildur við verðum í sambandi það kallast lýðræði takk fyrir mig.

Síminn minn er í símaskránni undir norðurland-eystra Sigurður Haraldsson verktaki Fellsenda.

Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband